Sunday, April 1, 2012

Springtime Bandit #2

Ég varð svo hrifin af þessu sjali að ég ákvað að skella í annað.  Í þetta sinn er ég með tvöfaldan plötulopa, fallega bláan.  Hlakka mikið til að klára það.
Tvöfaldur plötulopi
Prjónar # 5.5

Friday, March 30, 2012

Springtime Bandit

Þar sem mér gekk svo vel með Haruni, þá ákvað ég að skella í annað sjal sem ég hef haft augastað á.
Ótrúlega þægilegt munstur og gaman að prjóna það.
Ég veit ekki fyrir hvern ég er að pjóna þetta sjal, langaði bara að prófa.
Prjónar: #5,5
Cascade 220 garn frá Handprjón, grár tónn


Alveg týpískt.  Átti eftir 1/2 umferð og affellingu og þá kláraðist garnið, þannig að ég þurfti að kaupa meira.

Sunday, March 18, 2012

Haruni

Ég er að prjóna Haruni sjalið.  Lét loksins verð af því, er búin að dásama þetta sjal í langan tíma og ekki lagt í að prjóna það.  Datt svo inn í KAL Haruni hóp á Facebook og ákvað að taka þátt í því.
Það gengur bara vel.  Ég er búin með Chart A og þá er bara að byrja á Chart B.
Ég er viss um að ég eigi eftir að prjóna annað Haruni sjal og jafnvel þora að prjóna önnur sem eru svona mynstruð.

Myndin sýnir þegar ég er ekki alveg búin með Chart A.
Ég hlakka svo til þegar ég verð búin að þessu og búin að þvo og strekkja.
Prjónar # 4.5
Randalína 2 frá Handprjón

Tuesday, January 17, 2012

Afgangsprjón

Ég er á fullu að rembast við að klára Álafosslopa afgangana mína og þetta er útkoman:

Húfa:  Hænuvíkurhúfan úr Fleiri Prjónaperlur.  Er á stórann koll.
Vettlingar:  Prjónar #4,5 og #6.  Stuðst við bókina Vettlingar og fleira.  Eru L/XLSokkar:  Prjónar #5,5.  Stuðs við bókina Sokkar og fleira.  Stærð 38-40Tuesday, November 15, 2011

leiði

Það er ótrúlega mikill framkvæmdaleiði í mér þessa dagana.  Ég kem mér ekki að verki og mér tekst ekki að klára það sem ég er byrjuð á, stundum á ég bara eftir að ganga frá endum.
Ég þarf að spíta í lófana ef mér á að takast að klára það sem ég ætla að gera fyrir jól.

Saturday, October 29, 2011

kragar og fleira

Er loksins að nenna að prjóna aftur.
Kláraði kraga í dag, sem ég er mjög sátt við.  Er að spá í að gera fleiri fljótlega.


Ótrúlega fljótgerður.  Það liggur við að það hafi tekið jafn langan tíma að festa tölurnar eins og að prjóna hann.

Saturday, October 8, 2011

leti, leti, leti. prjónaleti

Það er bara ekkert að ganga hjá mér að búa til allt það sem mig lagnar að gera.
Verkefnalistinn bara lengist.
Ég er reyndar byrjuð að fara aftur í glerið og það er alltaf jafn gaman.  Ég þarf bara að útfæra hugmyndirnar mínar betur.