Friday, December 31, 2010

#2 búið

Ég klárað kjólinn í gær.  Ég á reyndar eftir að ganga frá endum, en það gerist ansi oft hjá mér, að ég klára að prjóna en "geymi" það að ganga frá endum.
Nokkuð ánægð að vera búin með 2 atriði af aðgerðarlistanum mínum, nokkuð ánægð.
Þá er bara að halda áfram og byrja á næsta stykki.

Wednesday, December 29, 2010

Prjóni, prjóni, prjón

Er búin að prjóna Kríuna, á eftir að ganga frá endum.
Ég byrjaði á Teikn fyrir litla frænku og er komin ágætlega áleiðis.  Markmiðið er að klára hann fyrir áramót.

Monday, December 27, 2010

Lopapeysa á 1-2 ára

Byrjaði á Kríu fyrir litla frænku.  Er búin með búk og hálfnuð með aðra ermina.  Það er svo fljótlegt að prjóna svona litlar stærðir.
Er ekki búin að ákveða hvort hún fær hana í afmælisgjöf eða jólagjöf.
Ég átti lopann til, þarf bara að kaupa rennilás þegar þar að kemur.
Markmið dagsins er að klára ermarnar og tengja við búkinn.

Sunday, December 26, 2010

Fugl

Fékk uppskriftina Fugl (Hugur og Hönd 2010) frá tengdó.  Núna er að prjóna sjálf eða að fá tengdó til að prjóna á mig.
Ég hef ekki mikla reynslu á að prjóna úr einbandi, hef gert nokkra trefla, Strik, en ekkert stærra.  Ég mikla dálitið fyrir mér að prjóna svona margar lykkjur úr einbandinu.

Föndurbloggið mitt

Þá er komið að því að halda utan um það sem ég er að dunda mér við að gera.
Ég hef hugsað mér að gera það bæði í máli og myndum.