Tuesday, November 15, 2011

leiði

Það er ótrúlega mikill framkvæmdaleiði í mér þessa dagana.  Ég kem mér ekki að verki og mér tekst ekki að klára það sem ég er byrjuð á, stundum á ég bara eftir að ganga frá endum.
Ég þarf að spíta í lófana ef mér á að takast að klára það sem ég ætla að gera fyrir jól.

Saturday, October 29, 2011

kragar og fleira

Er loksins að nenna að prjóna aftur.
Kláraði kraga í dag, sem ég er mjög sátt við.  Er að spá í að gera fleiri fljótlega.


Ótrúlega fljótgerður.  Það liggur við að það hafi tekið jafn langan tíma að festa tölurnar eins og að prjóna hann.

Saturday, October 8, 2011

leti, leti, leti. prjónaleti

Það er bara ekkert að ganga hjá mér að búa til allt það sem mig lagnar að gera.
Verkefnalistinn bara lengist.
Ég er reyndar byrjuð að fara aftur í glerið og það er alltaf jafn gaman.  Ég þarf bara að útfæra hugmyndirnar mínar betur.

Monday, September 19, 2011

Fleiri vettlingar

Er búin að prjóna 3 vettlingapör (mínus þumlar á 2 og ganga frá endum).  Þetta tekur ekkert svo langan tíma.  Gallinn núna er að mér finnst ég eiga svo leiðinlega liti til að gera fleiri og mér finnst ég þurfi að kaupa mér fleiri dokkur.  En þar sem ég fór út í vettlingaprjón til að klára dokkur þá er það ekki mjög skynsamlegt að kaupa sér fleiri dokkur.  Ætla samt að sjá til.
Ég gerði veiðivettlinga á kallinn.  Var búin að gera 1 gerð, en hún er bara svo asskoti ljót að ég hugsaði málið upp á nýtt og fann lausn sem ég er sátt við.  Það kom reyndar athugasemd með litinn, var ekki kamó lítur og það er víst betra að vera í kamó þegar farið er á gæs, en skiptir víst litlu máli þegar farið er á rjúpu.  Ég ætla að gera nokkra í viðbót, þarf að finna út hvort menn séu rétthentir eða örvhentir til að vita á hvort vettlinginn gatið á að koma.
Ég reyndi samt að selja dóttur minni (8) að þetta væru vettlingar til að hægt væri að bora í nefið, hún var samt ekki að kaupa þá skýringu.

Saturday, September 17, 2011

Vettlingaprjón

Er í vettlingaprjóni núna.  Plottið er að prjóna amk 1 vettling á dag.  Vandamálið er að ég er ekki nógu góð í að finna út litasametningar.  Þó ég eigi fullt af garni, þá finnst mér engir litir passa saman, þeir eru alltaf "flottari" í bókunum.
Ég er búin með 2 vettlingapör í M (mínus þumall og frágang).  Þeir eru með eins munstir en litirnir eru víxlaðir.  Næst ætla ég að gera barnavettlinga.

Tuesday, September 13, 2011

Kláraði yfirhöfnina og er byrjuð á annari

Náði loksins að klára yfirhöfnina.  Var í henni í brúðkaupi og fékk jákvæð viðbrögð.  Þarf að taka mynd við tækifæri.
Ég keypti mér efni í aðra yfirhöfn og er byrjuð á henni.  Hún er eins en úr allt öðruvísi efni.

Prjónaskapurinn gengur ekki eins vel, er gjörsamlega andlaus.  Ég á fullt af garni, en samt ekkert - ótrúlegt!


Friday, August 26, 2011

Andleysi

Ég er gjörsamlega andlaus þegar kemur að handverki þessa dagana.
Ég er að verða búin að sauma mér slá, á bara eftir að setja stroff á aðra ermina og festa niður kragann en ég kem mér ekki í að klára.  Óþolandi þessi lenska mín að klára ekki hlutina.

Sunday, August 21, 2011

Saumaskapur

Ég keypti mér efni og byrjaði að sauma.  Er ótrúlega ánægð með árangurinn, en þegar ég ætlaði að setja stroffið, þá komst ég að því að ég hafði sniðið það vitlaust og þarf að kaupa meira :(.  Óþolandi, því ég ætlaði að klára að sauma í dag.
Set inn mynd þegar ég er búin að klára.

Monday, August 1, 2011

Tehettur

Datt í smá tehettu maníu kast, er búin að prjóna 3 þessa helgina.  Þær eru ótrúlega fljótgerðar.  Þær eru í þvottavélinni núna að þæfast og ég er spennt að sjá hvernig þær koma út.
Ég á eftir að sauma í þær blóm.  Svo finnst mér þær full loðnar, þarf að raka þær eða eitthvað.


Wednesday, July 20, 2011

Lopapeysan á kallinn tilbúin

Náði að klára peysuna á kallinn, nema ég fékk aðstoð við að setja rennilásinn í hana.  Hún er bara nokkuð flott.
Hann er reyndar ekki búinn að fara í hana, þannig að ég er að spá í hvort ég eignist hana á endanum :Þ.


Ég er mjög sátt við hana, langar í eins.

Friday, June 24, 2011

Húfa

Það komu 2 nýjir litir í plötulopann, gulur og appelsínugulur.
Ég ákvað að prjóna eina húfu í tilefni þess.

Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: #4 og #4,5
Stærð: Barna

Monday, June 20, 2011

Ég held ég sé í smá maníu-kasti

Það er svo margt sem mig langar til að gera.  Gallinn er að ég þarf alltaf að gera svo margt í einu.
Núna er ég að sauma grjónapúða, en grjónin kláruðust þannig að ég er stopp.  Ég er að prjóna peysu á kallinn og ég verð að fara að klára hana.  Ég er með hugmynd af veiðivettlingum sem ég þarf að koma í framkvæmd.  Ætla að gefa kallinum prufueintakið í afmælisgjöf, en það fer að líða að því.
Svo ákvað ég að setja saman eyrnalokka úr gleri og þá datt mér í hug að skera meira gler til að gera fleiri - þarf bara að brenna þá við tækifæri - hvenær sem það svo sem verður.
Fyrir utan allt annað sniðugt sem mig langar til að gera.  Óþolandi að fá fullt af hugmyndum og útfæra þær en framkvæma þær ekki.  Ég þarf að hætta að vera svona mikill sveimhugi.

Grjónapúði fyrir örbylgjuofn

Dundaði mér við að sauma grjónapúða í dag og kláraði hrísgrjónabirgðir heimilisins við það.
Ég keypti bómullarefni í IKEA og fann snið úr ljósriti af "Nýtt á prjónunum", eitthvað sem ég ljósritaði hjá tengdó.  Ég er nokkuð sátt við útkomuna, setti kannski full mikið í hvert hólf og mér finnst hann full stuttur, en það er bara að betrumbæta sniðuð.

Sunday, June 19, 2011

Lopi, lopi, lopi, lopi

Fór niður í Handprjónasamband og horfði dáleidd á plötulopann.  Langaði að kaupa alla liti, en endaði með að kaupa svartann litaðann.
Það er víst að koma 2 nýjir litir - appelsínugulur og gulur, hreinir litir, ég verð að eignast þá þegar þeir koma.

Lopapeysa á kallinn

Ég hélt ég væri búin með búk og báðar ermar, en það kom í ljós að ég var einungis búin með aðra ermina.  Varð frekar fúl.  Núna er ég sem sagt að dunda mér við að klára ermina til að geta byrjað á axlarstykkinu.
Ég verð eiginlega að klára hana fyrir næstu helgi, eða í síðasta lagi um næstu helgi.  Ég þarf að kaupa rennilás áður en ég fer í ferðalag.
Ég veit ekki ennþá hvort ég leggi í að setja rennilásinn í sjálf eða hvort ég eigi að biðja tengdó að gera það fyrir mig.  Ég hef bara gert það einu sinni.  það tókst svo sem ágætlega, en ég er dálítið nervös að gera það sjálf.  Þarf amk einhvern til að fylgjast með mér þegar ég gerið það.

Thursday, June 9, 2011

Loksins myndir

Möbíusar sem ég hef verið að gera






Það fékk ein húfa að fylgja.

Wednesday, June 8, 2011

Enn einn möbíus tilbúinn

Það mætti halda að ég væri með æði fyrir að gera möbíus þar sem ég er búin að gera nokkra undanfarið.  Mjög skrýtið þar sem ég "hata" að gera brugna lykjur, en læt mig hafa það í annari hverri umferð á möbíus.  Ég á reyndar eftir að ganga frá endum, þvo og strekkja, geri það við tækifæri.

Og ég ætlað að taka mynd, en þá var batteríið tómt - týpískt.
Redda mynd á eftir.

Monday, June 6, 2011

Lopapeysa á kallinn

Ég er langt komin  með peysu á kallinn, er að verða búin með búk og ermar.  Mér tekst bara ekki að halda áfram.  Ég hef innan við mánuð að klára og það skal takast.  Hann er að fara á sjóinn á morgun og ég verð barnlaus fram að helgi, þannig að ég á alveg að hafa tíma til að vinna í henni og ég veit að það eru ekki margar kvöldstundir eftir - þarf bara að halda áfram.

Möbíus æði

Ég er með æði að gera möbíus þessa dagana.  Er ný búin með 1 og langt komin með næsta.  Ég  nota litaskipta garn, því mér finnst það koma best út þannig.  Núna þarf ég bara að ganga frá endum og taka myndir.
Hvað ég ætla að gera við alla þessa möbíusa verður að vera seinni tíma vandamál.

Wednesday, May 25, 2011

Andlausari en allt :(

Það er svo mikill verk leiði í gangi.  Ég er með fullt af hugmyndum en framkvæmi ekkert.  Náði samt að sauma mér flík, en ég veit ekki hvort ég komi til með að nota hana, virka dálítið stærri í henni en ég er.

Sunday, May 8, 2011

Verð að fara að taka mig á

Ég er svo prjóna löt núna.  Náði reyndar að gera 2 afmælisgjafir, rétt svo (handstúkur og eyrnaband).
Ég er að verða búin með búkinn á peysunni á kallinn, vonandi næ ég að klára hann áður en helgin klárast, ég verð að ná að klára hana áður en hann fer aftur á sjóinn.
Svo er ég næstum búin með enn eitt litaskipta sjalið, er ekki búin að ákveða hversu stórt það á að vera, þess vegna ekki búin að fella af.
Vonandi fer andinn að færast yfir mig, þetta gengur ekki lengur.

Monday, April 11, 2011

Gjörsamlega andlaus

Ég er í einhverri prjónalægð.  Nenni engu, finnst ég ekki eiga garn, þó það flæði út úr hillunum mínum.

Ég er annars að dunda mér við að klára Mandarin Petit garn sem ég á.  Er að prjóna:
http://www.ravelry.com/patterns/library/grandmothers-favorite
http://www.groupepp.com/dishbout/kpatterns/grfavorite.html
Fyrst gerði ég úr einföldum á prjóna # 3,5 og það kom ekki nógu vel út.  Svo gerði ég úr tvöföldum, blár og kremaður, og það kom mun betur út.  Svo prófaði ég að gera úr tvöföldum grænum og það er svona lala.  Mér finnst eiginlega fallegast að hafa ljósan og dökkan saman.  Gallinn er að ég á bara þessa einu dokku af ljósu og nokkrar dokkur af dökkum lit og mig langar að kaupa fleiri til að geta gert tvílitt, en þá er markmiðinu klúðrað því það er að klára það sem til er áður en það er keypt meira.

Monday, April 4, 2011

Möbíus klárað

Loksins búin með möbíus #3 og ég er nokkuð sátt við hann.  Er að spá í að gera fleiri af þessari stærð.  Ég á efitir að ganga frá endum, þvo og strekkja, en það veðrur að gerast seinna þar sem það er allt á hvolfi heima.

Friday, April 1, 2011

Möbíus, taka 3

Ég er að gera tilraun #3 í möbíus.
#1 varð alltof stór og mjór
#2 varð alltof lítill, en passlega breiður.
#3 vonandi passlegur.

Garn: Tosca Light (Garnabúðin Gauja - Mjódd)
Prjónar: #5

Thursday, March 17, 2011

Leti

Það er einhver handavinnu leiði í mér þessa dagana.  Það hjálpar heldur ekki til að ég er búin að rústa 1 herbergi og við það fór stofan í rúst.
En við þessar aðgerðir fæ ég betra skipulag á "föndurdótið" mitt, enda kom það í ljós að ég átti mun meira garn en ég hélt, ekki leiðinlegt.
Ég er reyndar búin að vera á saumanámskeiði, en hef bara náð að gera hluta úr buxum.  Ég þarf að taka upp fleiri snið og fara að sauma meira á mig.  Helvítis buxurnar eru of stórar, þannig að ég þarf einhvernvegin að minnka þær, vonandi klúðra ég því ekki of mikið ;Þ.  Ég kann allavega að setja rennilás í núna, en það er meira en ég kunni.
Svo bara vonandi þegar allt verður dottið í lag heima að ég detti líka í gírinn.

Friday, February 25, 2011

Strekkja sjöl

Mér leiddist í gær, þannig að ég ákvað að strekkja eitthvað af þessum sjölum sem ég er búin að gera.  Er búin að strekkja 4 og á 2 stærstu eftir.  Mér finnst þetta vera bölvað maus og er að spá í að kaupa mér víra til að strekkja.  Það er kannski óþarfa pjatt hjá mér, en ég held að ég verði sáttari með útkomuna.
Núna þarf ég að finna hleðslutækið fyrir myndavélina til að geta tekið myndir af því sem ég er búin að gera.
Það er kannski líka spurning um að klára að ganga frá endum í þeim stykkjum sem ég er búin með.





Sunday, February 13, 2011

Hálsmen

Ég er ekki bara að dunda mér við það að prjóna, ég er líka að búa til hálsmen.  Mér finnst það ógeðslega gaman.  Ég er að reyna að selja þau líka, það verður gaman að sjá hvernig það gengur.

Þetta er brot af því sem ég hef verið að gera.  Var mjög dugleg um helgina, en er ekki búin að taka myndir af því.

Wednesday, February 9, 2011

Sjal

Ég er að dunda mér við að prjóna sjal úr sjálfmunstrandi garni.  það er nokkuð gaman, en ég veit ekki hvernig á að strekkja það.  mér skilst að það séu til einhver járn sem notuð eru til að strekkja, kannski ég skoði það, lýst betur á að nota slíkt heldur en að títiprjóna allt niður.

Þarf að fara setja inn myndir, þetta gengur ekki lengur.

Sunday, January 30, 2011

Lóa, Lóa, Lóa

Byrjaði að prjóna Lóu úr bleiku einbandi.  Ég er að verða búin með 1 dokku og það gengur bara fínt.
Ég ætla að sjá hvernig mér líkar hún áður en ég skelli í 2 afmælisgjafir.

Saturday, January 29, 2011

What to do, what to do?????

Ég er gjörsamlega tóm hvað mig langar til að gera næst.  Stundum er ég með allof margar hugmyndir að ég finn ekkert sem ég nenni að gera.
Mig langar rosalega að prjóna peysur á frænkur mínar.  Gallinn er að lopinn stingur þær og ég á svo mikið af lopa.  Ég var nefnilega búin að lofa sjálfri mér að ég myndi ekki kaupa meira garn fyrr en ég væri búin með slatta af því sem ég á til núna.  Það hefur gengið ágætlega ( fyrir utan 2 bláar plötur sem ég "varð" að eignast).

Ég finn eitthvað útúr þessu.

Wednesday, January 26, 2011

Punghúfa

Ákvað að prófa að gera punghúfu.  Fann appelsínugult, gróft garn og fitjaði upp 60 lykkjur.  Prjónaði stroff í 10 umferðir, jók um 10 lykkjur í fyrstu sléttu umferðinni.  Svo veit ég ekkert hvað ég á að hafa hana háa, það kemur í ljóst.

Þarf að rekja upp og fækka lykkjum, er of víð á mig.

Gerði minni punghúfu, hún er of þröng fyrir fullorðinn, passar fínt á krakka.  Er ekki alveg nógu ánægð með hana, held ég útfæri næstu öðruvísi.

Tuesday, January 25, 2011

Húfa #2

Gerði aðra húfu í gær.  Hún kom miklu betur út, var ekki eins laus.  Ég held ég hafi verið að passa mig of mikið að hafa ekki strekt að húfa #1 varð of laus.  Er að spá í að þæfa hana og sjá hvernig hún kemur út.
Ég er að spá í að gera nokkrar svona húfur í viðbót, bæði stórar og litlar.

Ég þarf að venja mig á að ganga frá endum.  Ég held að öll verkefnin sem ég er búin með á árinu séu ófrágengin - með lausa enda.

Monday, January 24, 2011

Húfa á kallinn

Þá er ég búin að prjóna húfu á kallinn.  Uppskriftin er úr "Fleiri Prjónaperlur".
Ég er að spá í að gera nokkrar í viðbót, bæði á fullorðna og á börn.
Það tók mig ekki nema eina kvöldstund að gera hana.  Gerði hana úr Álafosslopa, í stað þrefalds plötulopa.

Sunday, January 23, 2011

það gengur ekkert hjá mér

Ég er svo andlaus í prjóni núna, veit ekkert hvað mig langar til að gera.  Ég á fullt af garni, en langar samt ekki að nota það, "vantar" réttu litina.
Ég var ekki nótu ánægð með möbíusinn minn, var of víður, þannig að ég þarf að skella í annann.

Saturday, January 15, 2011

prjóni, prjóni, prjón

Ég er að rembast við möbíusinn.  Er búin að rekja upp og byrja aftur nokkrum sinnum og ég held að ég sé komin með þetta núna.  Þá vandast málið - litasamsetning.  Ég er ekki sú besta þegar kemur að litasamsetningu, en það hlýtur að hafast hjá mér.  Ég á svo mikið af garni og vil helst nota það áður en ég fer og kaupi meira, því það er ekki hægt að kaupa bara 1 dokku, þær verða að vera nokkrar.

Friday, January 14, 2011

Möbíus

Lærði að fitja upp til að gera möbíus.  það gekk ekki áfallalaust fyrir sig, en hafðist á endanum.
Er að spá í að gera úr mislituðu garni sem ég á.  Er spennt að sjá útkomuna.

Sunday, January 9, 2011

Hálf andlaus

Ég á svo mikið af kambgarni, en ég veit ekki hvað ég á að gera við það.
Mér leiðist að prjóna með of litlum prjónum, þannig að ég held að ég verði að hafa það tvöfalt.
Eina sem mér dettur í hug eru vettlingar og sokkar, en ég nenni eiginlega ekki að gera það.
Er gjörsamlega hugmyndasnauð.

Saturday, January 8, 2011

Vettlingapar #1

Þá er ég búin með fyrsta vettlingapar ársins 2011.  Uppskriftin er úr "Sokkar og fleira".  Ég notaði tvöfallt kambgarn.
Það gekk ekki áfallalaust að gera seinni vettlinginn, þurfti að rekja upp 2x langan bút, það er ekki sniðugt að gera munstur og horfa á handboltalandsleik.
Ég á BARA eftir að ganga frá endum, eins og svo oft áður.  Það er alveg merkilegt hvað mér gengur illa að ganga frá endum.

Tuesday, January 4, 2011

Hálshólkur #2

Gerði annan hálshólk, hafði bara munstur neðst.  Ég er ekki heldur nógu ánægð með hann, kannski er hann of stuttur.  það er amk eitthvað við hann sem mér líkar ekki, en mér líkar liturinn, sem er óvenjulegt því hann er grænn.
Gerði nokkur kúluhálsmen í gær.  Þarf að kaupa fleiri víra til að geta gert nokkur í viðbót, svo vantar mig keðju eða leður til að fullgera þau.

Monday, January 3, 2011

Hálshólkar

Er búin að gera 1 hálshólk með gatamunstri, er ekki nógu sátt við hann, líklega of laus affelling.  Byrjaði á öðrum sem er með gatamunstri neðst, verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur út.
Það gengur vel á garn(a)birgðarnar mínar, en það er af nógu að taka.

Saturday, January 1, 2011

Nýtt verkefni

Eignaðis í gær "Fleiri prjónaperlur" og er byrjuð á einu stykki úr henni.  Við fyrsta flett líst mér mjög vel á hana.