Sunday, January 30, 2011

Lóa, Lóa, Lóa

Byrjaði að prjóna Lóu úr bleiku einbandi.  Ég er að verða búin með 1 dokku og það gengur bara fínt.
Ég ætla að sjá hvernig mér líkar hún áður en ég skelli í 2 afmælisgjafir.

Saturday, January 29, 2011

What to do, what to do?????

Ég er gjörsamlega tóm hvað mig langar til að gera næst.  Stundum er ég með allof margar hugmyndir að ég finn ekkert sem ég nenni að gera.
Mig langar rosalega að prjóna peysur á frænkur mínar.  Gallinn er að lopinn stingur þær og ég á svo mikið af lopa.  Ég var nefnilega búin að lofa sjálfri mér að ég myndi ekki kaupa meira garn fyrr en ég væri búin með slatta af því sem ég á til núna.  Það hefur gengið ágætlega ( fyrir utan 2 bláar plötur sem ég "varð" að eignast).

Ég finn eitthvað útúr þessu.

Wednesday, January 26, 2011

Punghúfa

Ákvað að prófa að gera punghúfu.  Fann appelsínugult, gróft garn og fitjaði upp 60 lykkjur.  Prjónaði stroff í 10 umferðir, jók um 10 lykkjur í fyrstu sléttu umferðinni.  Svo veit ég ekkert hvað ég á að hafa hana háa, það kemur í ljóst.

Þarf að rekja upp og fækka lykkjum, er of víð á mig.

Gerði minni punghúfu, hún er of þröng fyrir fullorðinn, passar fínt á krakka.  Er ekki alveg nógu ánægð með hana, held ég útfæri næstu öðruvísi.

Tuesday, January 25, 2011

Húfa #2

Gerði aðra húfu í gær.  Hún kom miklu betur út, var ekki eins laus.  Ég held ég hafi verið að passa mig of mikið að hafa ekki strekt að húfa #1 varð of laus.  Er að spá í að þæfa hana og sjá hvernig hún kemur út.
Ég er að spá í að gera nokkrar svona húfur í viðbót, bæði stórar og litlar.

Ég þarf að venja mig á að ganga frá endum.  Ég held að öll verkefnin sem ég er búin með á árinu séu ófrágengin - með lausa enda.

Monday, January 24, 2011

Húfa á kallinn

Þá er ég búin að prjóna húfu á kallinn.  Uppskriftin er úr "Fleiri Prjónaperlur".
Ég er að spá í að gera nokkrar í viðbót, bæði á fullorðna og á börn.
Það tók mig ekki nema eina kvöldstund að gera hana.  Gerði hana úr Álafosslopa, í stað þrefalds plötulopa.

Sunday, January 23, 2011

það gengur ekkert hjá mér

Ég er svo andlaus í prjóni núna, veit ekkert hvað mig langar til að gera.  Ég á fullt af garni, en langar samt ekki að nota það, "vantar" réttu litina.
Ég var ekki nótu ánægð með möbíusinn minn, var of víður, þannig að ég þarf að skella í annann.

Saturday, January 15, 2011

prjóni, prjóni, prjón

Ég er að rembast við möbíusinn.  Er búin að rekja upp og byrja aftur nokkrum sinnum og ég held að ég sé komin með þetta núna.  Þá vandast málið - litasamsetning.  Ég er ekki sú besta þegar kemur að litasamsetningu, en það hlýtur að hafast hjá mér.  Ég á svo mikið af garni og vil helst nota það áður en ég fer og kaupi meira, því það er ekki hægt að kaupa bara 1 dokku, þær verða að vera nokkrar.

Friday, January 14, 2011

Möbíus

Lærði að fitja upp til að gera möbíus.  það gekk ekki áfallalaust fyrir sig, en hafðist á endanum.
Er að spá í að gera úr mislituðu garni sem ég á.  Er spennt að sjá útkomuna.

Sunday, January 9, 2011

Hálf andlaus

Ég á svo mikið af kambgarni, en ég veit ekki hvað ég á að gera við það.
Mér leiðist að prjóna með of litlum prjónum, þannig að ég held að ég verði að hafa það tvöfalt.
Eina sem mér dettur í hug eru vettlingar og sokkar, en ég nenni eiginlega ekki að gera það.
Er gjörsamlega hugmyndasnauð.

Saturday, January 8, 2011

Vettlingapar #1

Þá er ég búin með fyrsta vettlingapar ársins 2011.  Uppskriftin er úr "Sokkar og fleira".  Ég notaði tvöfallt kambgarn.
Það gekk ekki áfallalaust að gera seinni vettlinginn, þurfti að rekja upp 2x langan bút, það er ekki sniðugt að gera munstur og horfa á handboltalandsleik.
Ég á BARA eftir að ganga frá endum, eins og svo oft áður.  Það er alveg merkilegt hvað mér gengur illa að ganga frá endum.

Tuesday, January 4, 2011

Hálshólkur #2

Gerði annan hálshólk, hafði bara munstur neðst.  Ég er ekki heldur nógu ánægð með hann, kannski er hann of stuttur.  það er amk eitthvað við hann sem mér líkar ekki, en mér líkar liturinn, sem er óvenjulegt því hann er grænn.
Gerði nokkur kúluhálsmen í gær.  Þarf að kaupa fleiri víra til að geta gert nokkur í viðbót, svo vantar mig keðju eða leður til að fullgera þau.

Monday, January 3, 2011

Hálshólkar

Er búin að gera 1 hálshólk með gatamunstri, er ekki nógu sátt við hann, líklega of laus affelling.  Byrjaði á öðrum sem er með gatamunstri neðst, verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur út.
Það gengur vel á garn(a)birgðarnar mínar, en það er af nógu að taka.

Saturday, January 1, 2011

Nýtt verkefni

Eignaðis í gær "Fleiri prjónaperlur" og er byrjuð á einu stykki úr henni.  Við fyrsta flett líst mér mjög vel á hana.