Monday, April 11, 2011

Gjörsamlega andlaus

Ég er í einhverri prjónalægð.  Nenni engu, finnst ég ekki eiga garn, þó það flæði út úr hillunum mínum.

Ég er annars að dunda mér við að klára Mandarin Petit garn sem ég á.  Er að prjóna:
http://www.ravelry.com/patterns/library/grandmothers-favorite
http://www.groupepp.com/dishbout/kpatterns/grfavorite.html
Fyrst gerði ég úr einföldum á prjóna # 3,5 og það kom ekki nógu vel út.  Svo gerði ég úr tvöföldum, blár og kremaður, og það kom mun betur út.  Svo prófaði ég að gera úr tvöföldum grænum og það er svona lala.  Mér finnst eiginlega fallegast að hafa ljósan og dökkan saman.  Gallinn er að ég á bara þessa einu dokku af ljósu og nokkrar dokkur af dökkum lit og mig langar að kaupa fleiri til að geta gert tvílitt, en þá er markmiðinu klúðrað því það er að klára það sem til er áður en það er keypt meira.

Monday, April 4, 2011

Möbíus klárað

Loksins búin með möbíus #3 og ég er nokkuð sátt við hann.  Er að spá í að gera fleiri af þessari stærð.  Ég á efitir að ganga frá endum, þvo og strekkja, en það veðrur að gerast seinna þar sem það er allt á hvolfi heima.

Friday, April 1, 2011

Möbíus, taka 3

Ég er að gera tilraun #3 í möbíus.
#1 varð alltof stór og mjór
#2 varð alltof lítill, en passlega breiður.
#3 vonandi passlegur.

Garn: Tosca Light (Garnabúðin Gauja - Mjódd)
Prjónar: #5