Friday, June 24, 2011

Húfa

Það komu 2 nýjir litir í plötulopann, gulur og appelsínugulur.
Ég ákvað að prjóna eina húfu í tilefni þess.

Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: #4 og #4,5
Stærð: Barna

Monday, June 20, 2011

Ég held ég sé í smá maníu-kasti

Það er svo margt sem mig langar til að gera.  Gallinn er að ég þarf alltaf að gera svo margt í einu.
Núna er ég að sauma grjónapúða, en grjónin kláruðust þannig að ég er stopp.  Ég er að prjóna peysu á kallinn og ég verð að fara að klára hana.  Ég er með hugmynd af veiðivettlingum sem ég þarf að koma í framkvæmd.  Ætla að gefa kallinum prufueintakið í afmælisgjöf, en það fer að líða að því.
Svo ákvað ég að setja saman eyrnalokka úr gleri og þá datt mér í hug að skera meira gler til að gera fleiri - þarf bara að brenna þá við tækifæri - hvenær sem það svo sem verður.
Fyrir utan allt annað sniðugt sem mig langar til að gera.  Óþolandi að fá fullt af hugmyndum og útfæra þær en framkvæma þær ekki.  Ég þarf að hætta að vera svona mikill sveimhugi.

Grjónapúði fyrir örbylgjuofn

Dundaði mér við að sauma grjónapúða í dag og kláraði hrísgrjónabirgðir heimilisins við það.
Ég keypti bómullarefni í IKEA og fann snið úr ljósriti af "Nýtt á prjónunum", eitthvað sem ég ljósritaði hjá tengdó.  Ég er nokkuð sátt við útkomuna, setti kannski full mikið í hvert hólf og mér finnst hann full stuttur, en það er bara að betrumbæta sniðuð.

Sunday, June 19, 2011

Lopi, lopi, lopi, lopi

Fór niður í Handprjónasamband og horfði dáleidd á plötulopann.  Langaði að kaupa alla liti, en endaði með að kaupa svartann litaðann.
Það er víst að koma 2 nýjir litir - appelsínugulur og gulur, hreinir litir, ég verð að eignast þá þegar þeir koma.

Lopapeysa á kallinn

Ég hélt ég væri búin með búk og báðar ermar, en það kom í ljós að ég var einungis búin með aðra ermina.  Varð frekar fúl.  Núna er ég sem sagt að dunda mér við að klára ermina til að geta byrjað á axlarstykkinu.
Ég verð eiginlega að klára hana fyrir næstu helgi, eða í síðasta lagi um næstu helgi.  Ég þarf að kaupa rennilás áður en ég fer í ferðalag.
Ég veit ekki ennþá hvort ég leggi í að setja rennilásinn í sjálf eða hvort ég eigi að biðja tengdó að gera það fyrir mig.  Ég hef bara gert það einu sinni.  það tókst svo sem ágætlega, en ég er dálítið nervös að gera það sjálf.  Þarf amk einhvern til að fylgjast með mér þegar ég gerið það.

Thursday, June 9, 2011

Loksins myndir

Möbíusar sem ég hef verið að gera






Það fékk ein húfa að fylgja.

Wednesday, June 8, 2011

Enn einn möbíus tilbúinn

Það mætti halda að ég væri með æði fyrir að gera möbíus þar sem ég er búin að gera nokkra undanfarið.  Mjög skrýtið þar sem ég "hata" að gera brugna lykjur, en læt mig hafa það í annari hverri umferð á möbíus.  Ég á reyndar eftir að ganga frá endum, þvo og strekkja, geri það við tækifæri.

Og ég ætlað að taka mynd, en þá var batteríið tómt - týpískt.
Redda mynd á eftir.

Monday, June 6, 2011

Lopapeysa á kallinn

Ég er langt komin  með peysu á kallinn, er að verða búin með búk og ermar.  Mér tekst bara ekki að halda áfram.  Ég hef innan við mánuð að klára og það skal takast.  Hann er að fara á sjóinn á morgun og ég verð barnlaus fram að helgi, þannig að ég á alveg að hafa tíma til að vinna í henni og ég veit að það eru ekki margar kvöldstundir eftir - þarf bara að halda áfram.

Möbíus æði

Ég er með æði að gera möbíus þessa dagana.  Er ný búin með 1 og langt komin með næsta.  Ég  nota litaskipta garn, því mér finnst það koma best út þannig.  Núna þarf ég bara að ganga frá endum og taka myndir.
Hvað ég ætla að gera við alla þessa möbíusa verður að vera seinni tíma vandamál.