Friday, February 25, 2011

Strekkja sjöl

Mér leiddist í gær, þannig að ég ákvað að strekkja eitthvað af þessum sjölum sem ég er búin að gera.  Er búin að strekkja 4 og á 2 stærstu eftir.  Mér finnst þetta vera bölvað maus og er að spá í að kaupa mér víra til að strekkja.  Það er kannski óþarfa pjatt hjá mér, en ég held að ég verði sáttari með útkomuna.
Núna þarf ég að finna hleðslutækið fyrir myndavélina til að geta tekið myndir af því sem ég er búin að gera.
Það er kannski líka spurning um að klára að ganga frá endum í þeim stykkjum sem ég er búin með.





Sunday, February 13, 2011

Hálsmen

Ég er ekki bara að dunda mér við það að prjóna, ég er líka að búa til hálsmen.  Mér finnst það ógeðslega gaman.  Ég er að reyna að selja þau líka, það verður gaman að sjá hvernig það gengur.

Þetta er brot af því sem ég hef verið að gera.  Var mjög dugleg um helgina, en er ekki búin að taka myndir af því.

Wednesday, February 9, 2011

Sjal

Ég er að dunda mér við að prjóna sjal úr sjálfmunstrandi garni.  það er nokkuð gaman, en ég veit ekki hvernig á að strekkja það.  mér skilst að það séu til einhver járn sem notuð eru til að strekkja, kannski ég skoði það, lýst betur á að nota slíkt heldur en að títiprjóna allt niður.

Þarf að fara setja inn myndir, þetta gengur ekki lengur.