Monday, September 19, 2011

Fleiri vettlingar

Er búin að prjóna 3 vettlingapör (mínus þumlar á 2 og ganga frá endum).  Þetta tekur ekkert svo langan tíma.  Gallinn núna er að mér finnst ég eiga svo leiðinlega liti til að gera fleiri og mér finnst ég þurfi að kaupa mér fleiri dokkur.  En þar sem ég fór út í vettlingaprjón til að klára dokkur þá er það ekki mjög skynsamlegt að kaupa sér fleiri dokkur.  Ætla samt að sjá til.
Ég gerði veiðivettlinga á kallinn.  Var búin að gera 1 gerð, en hún er bara svo asskoti ljót að ég hugsaði málið upp á nýtt og fann lausn sem ég er sátt við.  Það kom reyndar athugasemd með litinn, var ekki kamó lítur og það er víst betra að vera í kamó þegar farið er á gæs, en skiptir víst litlu máli þegar farið er á rjúpu.  Ég ætla að gera nokkra í viðbót, þarf að finna út hvort menn séu rétthentir eða örvhentir til að vita á hvort vettlinginn gatið á að koma.
Ég reyndi samt að selja dóttur minni (8) að þetta væru vettlingar til að hægt væri að bora í nefið, hún var samt ekki að kaupa þá skýringu.

No comments:

Post a Comment